dalvíkurbyggð

Tilkynning frá Dalvíkurskóla vegna veðurspár

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris fyrir föstudaginn 14. febrúar. Samkvæmt veðurspá er ekki gert ráð fyrir ofsaveðri á Dalvík þó svo að mikið hvassviðri verði allt í kringum Dalvík. Tekin hefur verið sú ákvörðun í samráði við viðbraðgsaðila að akstur skólabíla falli niður á morgun, en Dalvíkurskóli verður opinn og er það í höndum foreldra að meta hvort nemendur mæta eða ekki.

Ef veðrið verður slæmt þegar skóla lýkur eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín.