dalvíkurbyggð

Tónleikar út um borg og bý

Tónleikaþyrstir ættu allir geta fundið sér áhugaverða tónleika í Fiskidagsvikunni:
Miðvikudaginn 8. ágúst: Ungverska sópransöngkonan Bernadett Hegyi í Dalvíkurkirkju,  Hildur Vala og Jón Ólafsson á Höfðanum í Svarfaðardal.

Fimmtudaginn 9. ágúst: „Sögur um lífið“ þekktustu lög Rúnars Júlíussonar á Kaffihúsi Bakkabræðra, Eyþór Ingi og allir hinir, söngur og uppistand í Menningarhúsinu Bergi.

Föstudaginn 10. ágúst: Hádegistónleikar í Bergi. Blikandi haf, Egill Árni, Ingibjörg og Hrönn og Vandræðaskáldin um kvöldið og Hundur í óskilum á Kaffihúsi Bakkabræðra.