dalvíkurbyggð

Tveir nýjir leikmenn til Dalvíkur

Dalvík/Reynir styrkti liðið núna á síðustu dögum félagsskiptagluggans. Félagið fékk til sín annan erlendan leikmann og sterkan sóknarmann á láni út leiktíðina.

Gunnar Örvar Stefánsson er stór og stæðilegur sóknarmaður sem kemur á lánssamningi frá KA. Hann er fæddur árið 1994 og hefur leikið 148 leiki hér á landi með KA, Þór og Magna og hefur skorað í þeim 48 mörk.

Aaron Ekumah er er ungur varnarmaður sem er fæddur árið 2000, er uppalinn í Norwich en hann hefur einnig leikið í neðri deildum á Englandi.