Umferðartafir vegna malbikunarframkvæmda
Í dag og á morgun, 3. og 4. september, frá hádegi og fram á kvöld má búast við umferðartöfum á milli Dalvíkur og Skíðadalsvegar vegna malbikunarframkvæmda. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.