Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningasjóði KEA
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins, sunnudaginn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta var í 86. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust 154 umsóknir. Úthlutað var tæpum 15 milljónum króna til 52 aðila.
Styrkúthlutun tók til fjögurra flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Rannsókna- og menntamála, ungra afreksmanna og Íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 13 aðilar styrki, rúmlega 2,6 milljónir króna.
• Félag harmonikuunnenda v/Eyjafjörð- Í tilefni 40 ára afmælis þess á næsta ári.
• Kór Möðruvallaklausturskirkju- Til að fara í söngferð til Færeyja.
• Barnakórar Akureyrarkirkju- Vegna flutnings tónverksins “Hver vill hugga krílið?” eftir Olivier Manoury.
• Helga Kvam- Vegna flutnings tónlistardagskránnar “María drottning dýrðar”.
• Karlakór Akureyrar-Geysir- Til að halda karlakóramótið “Hæ-tröllum“.
• Gunnar Jónsson- Til að koma á fót gagnasafni um sögu Eyjafjarðarsveitar.
• Safnasafnið á Svalbarðsströnd- Til viðgerðar á Gömlu-Búð, áður Kaupfélagi Svalbarðseyrar.
• Útgerðarminjasafnið á Grenivík- Til reksturs safnsins.
• Krabbameinsfélag Akureyrar- og nágrennis- Til að halda málþingið “Hrúturinn” sem er hluti af forvarnarstarfi og vitundarvakningu um krabbamein í karlmönnum.
• Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson- Til að skrá og gefa út lífssögu Sigríðar á Tjörn.
• Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður- Til útgáfu afmælisrits í tilefni 100 ára afmælis félagsins.
• Menningarfélagið Norðri- Til að gera heimildarmynd um þjóðskáldið Matthías Jochumsson á Sigurhæðum.
• Skógræktarfélag Eyfirðinga -Til að halda fræðslukvöld fyrir almenning um skógrækt.
Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 21 aðilar styrki, fyrir rúmlega 9milljónir króna.
• KA aðalstjórn
• Þór aðalstjórn
• Sundfélagið Óðinn
• Bocciafélag Akureyrar
• Ungmennafélagið Narfi
• Knattspyrnudeild Dalvíkur
• Golfklúbbur Akureyrar
• Siglingaklúbburinn Nökkvi Akureyri
• Íþróttafélagið Akur
• Íþróttafélagið Magni
• Ungmennafélagið Efling
• Skíðafélag Dalvíkur
• Íþróttafélagið Eik
• Þór KA kvennabolti
• KFUM og KFUK á Akureyri
• Völsungur
• Golfklúbbur Fjallabyggðar
• Undirbúningsnefnd Andrésar Andarleikanna
• Hestamannafélagið Léttir Akureyri
• Ungmennafélagið Smárinn, Hörgársveit
• Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
Í flokknum Ungir afreksmenn, hlutu 14 aðilar styrk hver að upphæð kr 150.000.-
• Aldís Kara Bergsdóttir, listskautar
• Amanda Guðrún Bjarnadóttir, golf
• Ásgeir Ingi Unnsteinsson, bogfimi
• Benedikt Friðbjörnsson, snjóbretti
• Dofri Vikar Bragason, júdó
• Gunnar Aðalgeir Arason, íshokkí
• Hildur Védís Heiðarsdóttir, alpaskíði
• Júlía Rós Viðarsdóttir, listskautar
• Karen Lind Helgadóttir, körfubolti
• Karen María Sigurgeirsdóttir, knattspyrna
• Karl Anton Löve, kraftlyftingar
• Katla Björg Dagbjartsdóttir, alpaskíði
• Marta María Jóhannsdóttir, listskautar
• Svavar Ingi Sigmundsson, handbolti
Fjögur verkefni hlutu styrk í flokki Rannsókna- og menntamála, samtals tæplega 900 þúsund krónur.
• Fablab- Til tækjakaupa
• Verkmenntaskólinn á Akureyri- Vegna nemendasjóðs
• Restart- Til rekstur vinnustofunnar
• Bjarmahlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis – Til rekstrar félagsins