dalvíkurbyggð

Varnarmaðurinn Matheus Bissi farinn frá Dalvík til KFA

Varnarmaðurinn Matheus Bissi Da Silva er farinn frá Dalvík/Reyni til Knattspyrnufélags Austfjarða (KFA). Bissi hefur samið við KFA til næstu tveggja ára.  Hann spilaði 21 leik fyrir Dalvík/Reyni á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá var hann kosinn leikmaður ársins.
Þar á undan lék hann með FK Atyrau í efstu deild í Kasakstan. Matheus er 33 ára brasilískur Portúgali með gríðarlega reynslu á bakinu og hefur leikið í efstu deild bæði í Litáen og Kasakstan.