Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja
Tæplega 40 nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins.
Magnús Víðisson brautarstjóri segir afar mikilvægt að öflug sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi í námunda við skólann, sem geri nemendum kleift að kynnast betur sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.
Nánar má lesa á vef Samherja.