dalvíkurbyggð

Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn í Dalvíkurskóla

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla hefur kynnt viðmiðunarreglur skólans fyrir Fræðslunefnd Dalvíkurbyggðar, varðandi skólasókn og viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn sem taka munu gildi næsta haust.

Samkvæmt 19. gr. laga um grunnskóla bera foreldrar ábyrgð á því að börn þeirra sæki skóla. Skólastjóra ber að vísa ófullnægjandi skólasókn nemenda til fræðslu- og barnaverndaryfirvalda. Mikilvægt er að skoða hvert mál fyrir sig og meta stöðuna út frá stöðu hvers og eins og eiga í góðri samvinnu við heimilin. Hér að ofan eru viðmið um viðbrögð við ófullnægjandi
skólasókn. Mikilvægt er að skoða tilkynningar um leyfi og veikindi samhliða fjarvistum þegar grunur um skólasóknarvanda vaknar og áætla viðbrögð út frá stöðu hvers og eins nemanda.

Veikindi ber að tilkynna daglega til ritara og getur skóli óskað eftir vottorði sé nemandi veikur í meira en einn dag.
Umsóknir um leyfi þurfa að berast með góðum fyrirvara.