dalvíkurbyggð

Viðgerð á snjótroðara gæti kosta 5 milljónir

Bilun í snjótroðara hjá Skíðafélagi Dalvíkur gæti kostað allt að 5 milljónum króna. Tveir gírar í tækinu eru bilaðir og kosta þeir rúmlega 3,9 milljónir og er áætlað að flutningskostnaður nemi allt að 1 milljón króna.  Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að veita fjármagn í verkefnið, allt að 5 milljónum króna.