Vígsla Austurgarðs við Dalvíkurhöfn
Á morgun, föstudaginn 15. nóvember, verður nýja viðlega skipa, Austurgarður við Dalvíkurhöfn, vígður við hátíðlega athöfn. Frá klukkan 16.00 verður hægt að kynna sér framkvæmdir og einnig gefst gestum kostur á að skoða nýtt og glæsilegt frystihús Samherja hf.
Formleg dagskrá hefst kl.16:15.
Til máls taka:
Katrín Sigurjónsdóttir, hafnarstjóri.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Að lokum verður mannvirkið blessað af séra Jónínu Ólafsdóttur, presti í Dalvíkurprestakalli.
Íbúar Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að mæta.