dalvíkurbyggð

Vináttukeðja – setning Fiskidagsins mikla

Það má segja að setning Fiskidagsins Mikla sé með Vináttukeðjunni og hún verður hlekkjuð saman neðan Dalvíkurkirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 18:00. Vináttu, gleði og kærleiksfánum verður dreift til barna í upphafi dagskrár. Við skorum á gesti að mæta snemma.

Meðal þeirra sem fram koma á Vináttukeðjunni eru: Ljótu  hálfvitarnir, hljómsveitin Angurværð, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Gyða Jóhannesdóttir og karlaraddir úr Dalvíkurbyggð. Vinátturæðuna 2019 flytur fulltrúi Hinsegin daga í Reykjavík.

Að venju verður flutt lagið Mamma sem endar í háum tónum og bombum. Lagið er eftir Friðrik Ómar Hjörleifsson og textinn eftir stjórnarformann Fiskidagsins Mikla Þorstein Má Aðalsteinsson.

Í lokin verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleiks línur fyrir helgina. Knúskortum og vináttuböndum verður dreift í lok dagskrár.