Afþreying
Næga afþreyingu er að hafa í Dalvíkurbyggð og á Tröllaskaga.
Skíði, snjósleðaferðir, sjóferðir, golf, fótbolti, gönguferðir,hestaferðir,veiði, söfn og margt fleira. Engum þarf að leiðast !
Góður undirbúningur eykur líkur á velheppnaðri útivist og ef þú hefur nokkur atriði í huga eykur þú líkur á góðri ferð.
- Skildu alltaf eftir leiðaráætlun þar sem fram kemur leiðaval, tími og annað sem skiptir máli
- Fylgstu vel með veðurspá, hér á landi skipast skjótt veður í lofti
- Vertu rétt útbúinn miðað við þær aðstæður sem þú ert að takast á við
- Kort, áttaviti og GPS tæki ætti alltaf að vera með í för þegar ferðast er utan alfaraleiða
- Vertu með réttan öryggisbúnað fyrir þá tegund útivistar sem þú ætlar að stunda
Hafa ber í huga fyrir gönguferðir:
- Leiðarvalið verður að taka mið af göngumönnunum sjálfum, þeirra líkamsformi, reynslu og þekkingu í gönguferðum.
- Áætlaðu þér ekki um of, gerðu ráð fyrir hæfilegum vegalengdum hvern dag.
- Þrátt fyrir að gönguleið sé stikuð getur skyggni verið þannig að það sjáist ekki á milli stika og því þarf áttaviti og GPS að vera með í för og kunnátta til að nota slík tæki.
- Leiðaráætlun er mikilvægt hjálpartæki hvers göngumanns. Með henni eru settar niður dagleiðir, vegalengd sem ganga skal hvern dag, gististaðir skráðir niður og varaáætlun til staðar ef á þarf að halda og annað sem skiptir máli til að gera góða gönguferð enn betri.
- Leiðaráætlunin skilin eftir hjá traustum aðila. Láttu því þitt fyrsta verk vera að útbúa góða leiðaráætlun fyrir þína gönguferð.