Flugeldasala í Dalvíkurbyggð

Líkt og undanfarin ár stendur Björgunarsveitin á Dalvík fyrir flugeldasölu í samvinnu við Knattspyrnudeild Dalvíkur.
Flugeldasalan fer fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar að Gunnarsbraut 4 á Dalvík.

Opnunartímar:

28. des 18:00 – 22:00
29. des 14:00 – 22:00
30. des 14:00 – 22:00
31. des 10:00 – 16:00
03. jan 14:00 – 18:00
04. jan 14:00 – 18:00

Björgunarsveitir eru samansettar af sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir hvenær sem er sólarhringsins að leggja lið og aðstoða samborgara sína. Björgunarsveitin Dalvík hefur að geyma góðan hóp sjálfboðaliða, en til viðbótar er hún rík af góðum bakhjörlum sem standa þétt við bak sveitarinnar. Stuðningurinn sem sveitin hefur í sveitarfélaginu er ómetanlegur og eiga bakhjarlar stóran þátt í velgengni hennar undanfarin ár.

Mynd frá Björgunarsveitin Dalvík.