dalvíkurbyggðFjallabyggð

KF og Dalvík sameinast með lið í 3. flokki karla

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík eru í samstarfi með lið í 3. flokki karla á Íslandsmótinu. Þrjár umferðir eru búnar af mótinu og er KF/Dalvík enn án stiga. Átta lið eru í d-riðlinum með liðinu, og aðeins eitt þeirra á Norðurlandi, ferðalögin eru því talsverð fyrir leikina. Þjálfarar liðsins eru þeir Akil De Freitas og Kristján Óðinsson.

Fyrsti leikurinn var gegn sameiginlegu liði Tindastóls, Hvatar og Kormáks í byrjun apríl og úr varð markaveisla.  Leikurinn fór fram á Sauðárkróksvelli og byrjuðu heimamenn af krafti og komust í 4-0 í fyrri hálfleik. Tindastóll skoraði svo tvö mörk strax í upphafi síðari hálfleiks og var staðan orðin 6-0. KF/Dalvík skoraði þó þrjú mörk í síðari hálfleik á meðan heimamenn bættu við einu til viðbótar. Lokatölur í þessum leik var 7-3.

Næsti leikur var gegn HK-2 og  var hann á Dalvíkurvelli.  Lokatölur þar voru 1-6, en leikskýrsla er ekki birt á vef KSÍ fyrir nánari upplýsingar.

Í dag keppti liði svo við Gróttu á Seltjarnarnesi. Heimenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik. Lokatölur leiksins voru 5-2 fyrir Gróttu. KF/Dalvík er því enn án stiga eftir þrjár umferðir, en liðið leikur á morgun gegn Fram.